Hymnus er fræðsluvefur um sálma- og helgisiðafræði með efni eftir dr. Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). Einar var prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands frá árinu 1978 til 2014. Einar var virtur fræðimaður og ritaði fjölda greina og bóka. Hann hafði sérstakan áhuga á sálmafræði og síðustu starfsár sín helgaði hann rannsóknum á því sviði með ritun sálmasögu og sálmaskýringa. Efnið á vefnum er því að stærstum hluta helgað sálmum en einnig er að finna efni um helgisiðafræði.
Vefurinn er verk í vinnslu og meira efni mun bætast við jafnt og þétt.